Þorsteinn GK 16

1159. Þorsteinn GK 16 ex Svanur SH 111. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Þorsteinn GK 16 var keyptur til Grindavíkur í aprílmánuði 1997 og kom í stað nafna síns sem strandaði undir Krísuvíkurbjargi 10. mars sama ár.

Báturinn, sem Hóp hf. keypti frá Stykkishólmi þar sem hann bar nafnið Svanur SH 111, var 138 brl. að stærð.

Hann var smíðaður á Ísafirði fyrir Benedikt V. Gunnarsson á Flateyri árið 1971 og hét upphaflega Torfi Halldórsson ÍS 19. Hann var 111 brl. að stærð en lengdur í Noregi árið 1972 og mældist þá 134 brl. að stærð. Eftir yfirbyggingu 1982 mældist hann 138 brl. að stærð.

Torfi Halldórsson ÍS 19 var seldur frá Flateyri 1974 og fékk nafnið Tjaldur SI 175. 1979 varð hann Tjaldur SH 270 sem hann bar til ársins 1992 er hann fékk nafnið Svanur SH 111 sem áður er getið um.

Upphaflega var 600 hestafla Wichmann aðalvél í bátnum en 1987 kom 715 hestafla Caterpillar í hennar stað.

Þorsteinn GK 16 var gerður út frá Grindavík til ársins 2003 en síðla það ár fékk hann nafnið Kristbjörg VE 82 þegar Vinnslustöðin keypti bátinn. Kristbjörgin átti síðar eftir að vera ÁR 82, HU 82, SK 82 og HF 82 áður en hún var tekin af skipaskrá árið 2008. Seld úr landi til niðurrifs.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s