
Árni ÞH 127 sem hér sést koma til hafnar á Húsavík var smíðaður hjá Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði árið 1977.
Báturinn, sem var 6,30 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Draupni Marteinsson á Neskaupstað sem nefndi bátinn Ástvald NK 52.
Bræðurnir Bragi og Sigurður Sigurðssynir á Húsavík keyptu bátinn 1983 og gerðu út um tveggja ára skeið. Nefndu þeir bátinn Árna ÞH 127. Heimild: Saga Húsavíkur.
Haustið 1985 var Árni ÞH 127, sem var búinn 80 hestafla Ford dieselvél, seldur til Seyðisfjarðar þar sem hann fékk nafnið Sigmar NS 83.
Báturinn átti síðan eftir að bera nöfnin Stakknes RE 105, Lárungur SU 205, Benni KE 18, Pá GK 231, Smári GK 231 og frá árinu 1992 Smári BA 231. Það nafn bar báturinn til ársins 2006 er hann var tekinn af skipaskrá. Heimild: aba.is
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr.