Hafsúla BA 741

1470. Hafsúla BA 741 ex Hafsúla ÍS 741. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Hafsúla BA 741 sem er á þessari mynd Þorgeirs Baldurssonar heitir Salka í dag og er hvalaskoðunarbátur á Húsavík.

Upphaflega Hafsúlan SH 7, smíðuð fyrir Halldór S. Sveinsson í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. í Hafnarfirði árið 1976. Afhent í janúar 1977, 37 brl. að stærð búinn 365 hestafla Caterpillar aðalvél. Heimahöfn Rif á Snæfellsnesi.

Í ágústmánuði 1977 var báturinn skráður RE 77 með heimahöfn í REykjavík, sami eigandi.

Haustið 1983 fékk báturinn nafnið Már NS 87 og hefur heitið eftirfarandi nöfnum síðan: Dagbjört  SU 50 frá Fáskrúðsfirði, Haförn HU 4 frá Hvammstanga, Haförn ÍS 177 frá Þingeyri og síðar Bolungarvík, Hafsúla KE 46 frá Keflavík, Hafsúla ST 11 frá Hólmavík, Hafsúla ÍS 741 frá Ísafirði, Hafsúla BA 741 frá Pareksfirði, Kittí BA 741 frá Bíldudal, Jórunn ÍS 140 frá Bolungarvík og Pétur Afi SH 374 frá Ólafsvík.

Og nú Salka frá Húsavík í eigu Sölkusiglingar ehf. og er hvalaskoðunarbátur eins og fyrr segir. Gerður upp í Skipavík í Stykkishólmi og hóf siglingar sumarið 2017. Í dag mælist báturinn 29,69 brl. að stærð. Eða 35 BT. Vorið 2018 var sett í bátinn um 400 hestafla Dossan aðalvél.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Ein athugasemd á “Hafsúla BA 741

  1. Flott mynd frá Geira . ( látiði þá á Hafsúlu vita að skottið gæti farið í skrúfuna ).. jæja Dagatal HH komið í hús takk fyrir það, ‘Oska ykkur Góðs og Farsæls árs 2020 strákar mínir Þorgeir og Hafþór á Norðurlandi , þakka liðið. Kv. sunnan frá Faxaflóa Axel E.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s