Þrír rauðir í Hafnarfirði

1144. Aron HF 555, 1224. Faxaberg HF 104, 1197. Hrefna GK 58. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér gefur að líta þrjá fagurrauða smábáta í Hafnarfjarðarhöfn um 1990 og allir voru þeir smíðaðir þar í bæ.

Næstur bryggjunni er Aron HF 555 sem upphaflega hét Aron ÞH 105 og smíðaður fyrir Guðmund A. Hólmgeirsson á Húsavík árið 1971.

Næstur kemur Faxaberg HF 104 sem var smíðaður árið 1972 fyrir Guðmund Ragnarsson og Hrein Björgvinsson á Vopnafirði. Báturinn hét upphaflega Rita NS 13 en báðir þessir bátar voru smíðaðir í Bátalóni hf. í Hafnarfirði.

Þriðja bátinn og þann sem liggur ystur í röðinni smíðaði Jóhann L. Gíslason í bátasmiðju sinni. Upphaflega hét hann Unnur EA 87 og var smíðaður árið 1971 fyrir Harald Jóhannsson í Grímsey.

Allir voru bátarnir smíðaðir úr furu og eik og mældust 10-11 brl. að stærð. Allir bátarnir þrír voru teknir af skipaskrá árið 1992. Heimildir: aba.is

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s