
Rammi ehf. í Fjallabyggð hefur keypt allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Sigurbjarnar ehf. í Grímsey.
Aflaheimildir félagsins eru um 1.000 þorskígildistonn og eru kaupsamningar gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð er trúnaðarmál.
Sigurbjörn ehf. hefur gert út þrjá báta og rekur litla fiskvinnslu í eynni, en Rammi hyggst ekki verka þar fisk. Ársverk starfsfólks Sigurbjörns ehf. til lands og sjávar hafa verið alls níu.
Rammi hf. gerir út fjóra togara og rekur rækjuverksmiðju í Fjallabyggð og frystihús í Þorlákshöfn. Hjá Ramma hf. starfa um 250 manns. Aflaheimildir Sigurbjörns ehf. falla vel að rekstri Ramma hf. segir í frétttatilkynningu frá Ramma. (mbl.is)
Á meðfylgjandi mynd er Þorleifur EA 88, einn þriggja báta fyrirtækisins en hinir eru krókaaflamarksbátarnir Hafaldan EA 190 og Konráð EA 90.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
það er búið að breyta þessum mikið frá því að Vélsmiðjan Stál smíðaði hann en þá hét hann Hildur Stefánsdóttir ef ég man rétt voru þeir 2 af þessari gerðini frá Stál Vingþór og Hildur og báðir í resktri að því að ég best veit.
Líkar viðLíkar við