Rammi hf. hef­ur keypt Sig­ur­björ­n ehf. í Gríms­ey.

1434. Þorleifur EA 88 ex Hringur GK 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Rammi ehf. í Fjalla­byggð hef­ur keypt allt hluta­fé sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sig­ur­bjarn­ar ehf. í Gríms­ey. 

Afla­heim­ild­ir fé­lags­ins eru um 1.000 þorskí­gildist­onn og eru kaup­samn­ing­ar gerðir með fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Kaup­verð er trúnaðar­mál.  

Sig­ur­björn ehf. hef­ur gert út þrjá báta og rek­ur litla fisk­vinnslu í eynni, en Rammi hyggst ekki verka þar fisk.  Árs­verk starfs­fólks Sig­ur­björns ehf. til lands og sjáv­ar hafa verið alls níu. 

Rammi hf. ger­ir út fjóra tog­ara og rek­ur rækju­verk­smiðju í Fjalla­byggð og frysti­hús í Þor­láks­höfn. Hjá Ramma hf. starfa um 250 manns. Afla­heim­ild­ir Sig­ur­björns ehf. falla vel að rekstri Ramma hf. seg­ir í fréttta­til­kynn­ingu frá Ramma. (mbl.is)

Á meðfylgjandi mynd er Þorleifur EA 88, einn þriggja báta fyrirtækisins en hinir eru krókaaflamarksbátarnir Hafaldan EA 190 og Konráð EA 90.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Rammi hf. hef­ur keypt Sig­ur­björ­n ehf. í Gríms­ey.

  1. það er búið að breyta þessum mikið frá því að Vélsmiðjan Stál smíðaði hann en þá hét hann Hildur Stefánsdóttir ef ég man rétt voru þeir 2 af þessari gerðini frá Stál Vingþór og Hildur og báðir í resktri að því að ég best veit.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s