
Flutningaskipið Capella sigldi framhjá Chapella rétt í þessu og tók ég þessa mynd út um gluggann í íbúðinni sem við dveljum í.
Capella hét áður Thorbjorg og þar áður Pentland Phoenix og var smíðað í Japan árið 1993. Nánar tiltekið í Shin Kochi Jyukoskipasmíðastöðinni í Kochi.
Skipið er 134 metrar að lengd, 20 metra breitt og mælist 7,313 GT að stærð.
Það siglir undir fána Litháen og er með heimahöfn í Claipeda.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution