
Bárður SH 81 var sjósettur á dögunum í Bredgaard bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku og fékk síðan þessar myndir hjá stöðinni.
Bárður SH 81 , smíðanúmer 135 hjá stöðinni, er smíðaður fyrir Pétur Pétursson skipstjóra og útgerðarmann á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann mun leysa af hólmi Víkingbát með sama nafni sem er 30 bt. að stærð.

Bárður hinn nýi er 26,90 metra langur og 7 metra breiður og þar með stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð.

Bárður SH 81 er útbúinn til netaveiða, en auk þess er hann með búnað til dragnótaveiða. Hann mun geta borið 55 tonna afla í körum.

Von er á Bárði SH 81 heim síðar í sumar og treystir síðuhaldari á að Alfons Finnsson myndi hann við komuna.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Eftir áræðanlegum heimildum viktaði hann rúm 100 tonn við sjósetningu enda ekki næfur þunnur ein og flestar ef ekki allar dollurnar sem byggðar eru á Íslandi 🙂
Líkar viðLíkar við