
Togskipin Vörður ÞH 44 og Áskell ÞH 48 eru komin á flot í Brattavogi þangað sem flutningaskipið Jumbo Jubilee kom þau á dögunum.

Lokið verður við smíði skipanna í Noregi, en þau eru hluti af sjö skipa raðsmíðaverkefni sem íslensk útgerðarfyrirtæki sömdu um við Vard, sem rekur m.a. skipasmíðastöðvar í Noregi, Rúmeníu og Brasilíu, auk Víetnams.

Áskell ÞH 48 hífður frá borði Jumbo Jubilee í gær.




Meðfylgandi myndir er fengnar af Fésbókarsíðu Gjögurs hf. og birtar með leyfi frá fyrirtækinu.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution