
Þýska skútan Dagmar Aaen hefur haft vetursetu á Húsavík í vetur.
Þegar ég var að mynda niður við höfn í gærkveldi komu eigendur hennar, hjónin Arved Fuchs og Brigitte Ellerbrock að skútunni ásamt öðru pari.
Þau báðu mig að mynda sig um borð í skútunni sem ég og gerði og fékk að taka nokkrar myndir á mína vél í leiðinni.
Þau komu til Íslands milli jóla og nýárs og ætla að dvelja um borð í Dagmar Aaen og njóta áramótanna á Húsavík.
Arved Fuchs er heimsfrægur þýskur landkönnuður sem m.a. hefur farið gangandi yfir bæði Norður- og Suðurpólinn og siglt með Dagmar Aaen yfir Norðurpólinn.

Dagmar Aaen var byggð til fiskveiða árið 1931 í Esbjerg í Danmörku. Hún er sterkbyggð og vel fallin til siglinga í norðurhöfum.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.