Súlan EA 300

TFBG. Súlan EA 300 ex Súlan SU 41. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Súlan EA 300 hét áður Súlan SU 41 og var í eigu Konráðs Hjálmarssonar í Mjóafirði árin 1905 til 1910.

Súlan var smíðuð í Noregi 1902og var 117 brl. að stærð og var með 75 hestafla tveggja þjöppu gufuvél. 

Í nóvember 1910 kaupir Thor E. Túliníus í Kaupmannahöfn og Ottó Túliníus á Akureyri skipið og nefna Súlan EA 300.

Í október 1928 kaupir Sigurður Bjarnason á Akureyri skipið sem hlefur nafni og númeri. 1939 er sett ný aðalvél í skipið, 240 hestafla June Munkttell.

1941 er Súlan seld Leó Sigurðssyni á Akureyri og 1943 lætur hann lengja skipið sem mælist þá 127 brl. að stærð.

Súlan EA 300 fórst út af Garðskaga 10. apríl 1963. Með henni fórust fimm menn en Grímur Karlsson skipstjóri og áhöfn hans á Sigurkarfa GK björguðu sex mönnum. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

1 athugasemd á “Súlan EA 300

Færðu inn athugasemd