
Hafnarberg RE 404 var smíðað í Þýskalandi árið 1959 fyrir Miðnes hf. í Sandgerði og hét upphaflega Jón Gunnlaugs GK 444.
Báturinn, sem er 74 brl. að stærð, var seldur Tómasi Sæmundssyni í Reykjavík í desember 1970. Þá fékk hann nafnið Hafnarberg RE 404 sem han ber á myndinni.
Árið 2001 fær báturinn nafnið Jói á Nesi SH 359 í eigu Pétursskip útgerðarfélags ehf. en síðar komu nöfnin Jói Gasalegi SH 359, Dúa SH 359 og Dúa RE 400.
Samkvæmt vef Samgöngustofu heitir báturinn í dag Dúa RE 404 en á vef Fiskisstofu hefur hann heitið Eiríkur rauði ÍS 157 sl. fimm ár.
En það skiptir kannski ekki svo miklu máli, þar sem báturinn hefur legið og grotnað niður í Grindavíkurhöfn allengi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.