
Pétur Helgi Pétursson tók þessa mynd af Arnari ÁR 55 á Breiðafirði á vetrarvertíð 1985.
Arnar var upphaflega RE 21, smíðaður í Harstad í Noregi árið 1964 fyrir Búðarklett h/f í Reykjavík.
Seldur 1969 Skagstrendingi h/f á Skagaströnd þar sem hann varð Arnar HU 21. Um áramótin 1972-1973 kaupir Auðbjörg h/f í Þorlákshöfn bátinn sem varð við það Arnar ÁR 55.
Blikaútgerðin á Dalvík skipti á bát við Auðbjörgu hf. og var Arnar seldur til Svíþjóðar 1988 og endurnýjunarrétturinn notaður í nýjan Blika EA 12.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.