
Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Frøya sem er eyja rétt fyrir utan Þrándheim í Noregi.
Kaupendur bátsins eru bræðurnir Andre og Karl Vikan sem jafnframt verða skipverjar á bátnum.
Báturinn, sem hefur hlotið nafnið Vigrunn, mælist 11 brúttótonn að stærð. Vigrunn er af gerðinni Cleopatra 33 og hefur þegar hafið veiðar.
Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C90 410hp tengd ZF V-gír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Simrad.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til neta og gildruveiða en mun einnig sinna þjónustu hlutverk við fiskeldi á svæðinu.
Veiðibúnaður kemur frá Noregi.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.
Lestin er tvískipt og er heildarrými er fyrir 12stk 380lítra kör. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og salerni með sturtu. Borðsalur er í brúnni og svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hanan í stærri upplausn.