Halldór Jónsson SH 217

102. Halldór Jónsson SH 217 ex Jón Freyr SH 115. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Halldór Jónsson SH 217 kemur hér til hafnar í Ólafsvík en þaðan var báturinn gerður út árin 1994-1995. Báturinn hét áður Jón Freyr SH 115 og var keyptur frá Stykkishólmi. Upphaflega Hrafn Sveinbjarnarson II SH 10 og var smíðaður í Noregi árið … Halda áfram að lesa Halldór Jónsson SH 217

Nýr Sigurvin kom til Siglufjarðar í dag

3024. Sigurvin kemur til Siglufjarðar í dag og gamli Sigurvin fylgir í humátt á eftir. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2023. Nýtt björgunarskip Landsbjargar, Sigurvin, kom til heimahafnar á Siglufirði í dag og tók Haukur Sigtryggur meðfylgjandi myndir við það tækifæri. Gamli Sigurvin fór til móts við þann nýja og fylgdi honum til hafnar en fjöldi fólks … Halda áfram að lesa Nýr Sigurvin kom til Siglufjarðar í dag

Jón Freyr SH 115

102. Jón Freyr SH 115 ex Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982. Stykkishólmsbáturinn Jón Freyr SH 115 dregur hér netin í Breiðafirði á vetrarvertíð árið 1982. Báturinn, sem áður hét Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10 og var smíðaður í Noregi árið 1960, var gerður út frá Stykkishólmi árin 1979-1994. Árið 1986 var … Halda áfram að lesa Jón Freyr SH 115

Olíuskipið Keilir við bryggju á Húsavík

IMO 9268186. Keilir við bryggju a Húsavík 5. ágúst 2003. Hér gefur að líta olíuskipið Keili við Norðurgarðinn á Húsavík þann 5. ágúst árið 2003. Skipið hafði komið nýtt til landsins fyrr á árinu en það var smíðað fyrir Olíudreifingu hf. í Kína. Skipið er 4,341 GT að stærð, lengd þess er 103 metrar og … Halda áfram að lesa Olíuskipið Keilir við bryggju á Húsavík