1504. Bjarni Ólafsson AK 70. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér er unnið að því að taka Bjarna Ólagsson AK 70 frá Akranesi upp í slipp í Reykjavík. Mig minnir að þetta sé haustið 1987. Um Bjarna Ólafsson AK 70, sem síðar fékk nafnið Neptúnus ÞH 361, má lesa nánar hér. Með því að smella á myndina … Halda áfram að lesa Bjarni Ólafsson AK 70
Month: mars 2023
Helga RE 49
91. Helga RE 49 ex Haförn GK 321. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson. Hér lætur rækjubáturinn Helga RE 49 úr höfn eftir löndun á Siglufirði um árið. Mikið aflaskip á rækjunni Helgan. Báturinn var smíðaður í Noregi árið 1956 en keyptur til landsins árið 1958 af Jóni Kr. Gunnarssyni í Hafnarfirði sem nefndi bátinn Haförn GK 321. … Halda áfram að lesa Helga RE 49
Tryggvi Eðvars á landleið
2400. Tryggvi Eðvars SH 2 ex Hafdís SK 4. Ljósmynd Jón Steinar 2023. Línubáturinn Tryggvi Eðvars SH 2 er hér á landleið til Grindavíkur í kvöld en hann er í eigu Nesvers ehf. og er með heimahöfn í Ólafsvík. Hann hefur verið að rótfiska að undanförnu og var aflinn í dag 12-13 tonn sem fengust … Halda áfram að lesa Tryggvi Eðvars á landleið
Þórdís GK 68
2818. Þórdís GK 68 ex Venni GK 606. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2023. Handfærabáturinn Þórdís GK 68 er á heimstími á þessum myndum Jóns Steinars frá því í gær. Báturinn er gerður út af Guggunni ehf. frá Grindavík en hann var smíðaður árið 2011 og hét áður Venni GK 606. Upphaflega hét hann Korri KÓ … Halda áfram að lesa Þórdís GK 68
Halldór Jónsson SH 217
102. Halldór Jónsson SH 217 ex Jón Freyr SH 115. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Halldór Jónsson SH 217 kemur hér til hafnar í Ólafsvík en þaðan var báturinn gerður út árin 1994-1995. Báturinn hét áður Jón Freyr SH 115 og var keyptur frá Stykkishólmi. Upphaflega Hrafn Sveinbjarnarson II SH 10 og var smíðaður í Noregi árið … Halda áfram að lesa Halldór Jónsson SH 217
Særif SH 25
2947. Særif SH 25 ex Indriði Kristjáns BA 751. Ljósmynd Jón Steinar 2023. Línubáturinn Særif SH 25 frá Rifi sést á þessum myndum sigla út frá Grindavík í dag. Báturinn, sem er af gerðinni Cleopatra 46B, hét áður Indriði Kristins BA 751 og var gerður út af Þórsbergi ehf. á Tálknafirði. Melnes ehf. í Snæfellsbæ … Halda áfram að lesa Særif SH 25
Nýr Sigurvin kom til Siglufjarðar í dag
3024. Sigurvin kemur til Siglufjarðar í dag og gamli Sigurvin fylgir í humátt á eftir. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2023. Nýtt björgunarskip Landsbjargar, Sigurvin, kom til heimahafnar á Siglufirði í dag og tók Haukur Sigtryggur meðfylgjandi myndir við það tækifæri. Gamli Sigurvin fór til móts við þann nýja og fylgdi honum til hafnar en fjöldi fólks … Halda áfram að lesa Nýr Sigurvin kom til Siglufjarðar í dag
Jón Freyr SH 115
102. Jón Freyr SH 115 ex Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982. Stykkishólmsbáturinn Jón Freyr SH 115 dregur hér netin í Breiðafirði á vetrarvertíð árið 1982. Báturinn, sem áður hét Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10 og var smíðaður í Noregi árið 1960, var gerður út frá Stykkishólmi árin 1979-1994. Árið 1986 var … Halda áfram að lesa Jón Freyr SH 115
Þórunn GK 97
363. Þórunn GK 97 ex Ósk KE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Þórunn GK 97 kemur hér að landi í Sandgerði á vetravertíð árið 2004 en báturinn var með heimahöfn í Garðinum og gerður út af Nesfiski. Þórunn GK 97, sem heitir í dag Maron GK 522, hét upphaflega Búðafell SU 90 og var smíðuð … Halda áfram að lesa Þórunn GK 97
Olíuskipið Keilir við bryggju á Húsavík
IMO 9268186. Keilir við bryggju a Húsavík 5. ágúst 2003. Hér gefur að líta olíuskipið Keili við Norðurgarðinn á Húsavík þann 5. ágúst árið 2003. Skipið hafði komið nýtt til landsins fyrr á árinu en það var smíðað fyrir Olíudreifingu hf. í Kína. Skipið er 4,341 GT að stærð, lengd þess er 103 metrar og … Halda áfram að lesa Olíuskipið Keilir við bryggju á Húsavík









