Helga RE 49

91. Helga RE 49 ex Haförn GK 321. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Hér lætur rækjubáturinn Helga RE 49 úr höfn eftir löndun á Siglufirði um árið. Mikið aflaskip á rækjunni Helgan.

Báturinn var smíðaður í Noregi árið 1956 en keyptur til landsins árið 1958 af Jóni Kr. Gunnarssyni í Hafnarfirði sem nefndi bátinn Haförn GK 321. Í Noregi hét hann Vico.

Ingimundur h/f keypti Haförninn árið 1961 og nefndi Helgu RE 49. Báturinn var togaður talsvert og teygður í gegnum tíðina auk þess sem byggt var yfir hann 1986. Hann var mældur 199 brl. að stærð í þessari síðustu útgáfu og í honum 900 hestafla Caterpillar aðalvél.

Þinganes ehf. keypti Helguna af Ingimundi h.f og nefndi Þóri SF 77 en um hann má lesa hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s