Jón Freyr SH 115

102. Jón Freyr SH 115 ex Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982.

Stykkishólmsbáturinn Jón Freyr SH 115 dregur hér netin í Breiðafirði á vetrarvertíð árið 1982.

Báturinn, sem áður hét Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10 og var smíðaður í Noregi árið 1960, var gerður út frá Stykkishólmi árin 1979-1994.

Árið 1986 var skipt um brú á bátnum auk þess sem byggt var yfir gangana og hvalbakurinn endurnýjaður. Hann mældist 102 brl. að stærð.

Sumarið 1994 var báturinn seldur til Ólafsvíkur þar sem hann fékk nafnið Halldór Jónsson SH 217.

Annars er miðinn frá Hauki Sigtryggi svona:

0102….Hrafn Sveinbjarnarson II. GK 10. TF-UY. Skipasmíðastöð: Mandal Slip & Mek. Verksted. Mandal. 1960. Lengd: 23,79. Breidd: 6,02. Dýpt: 2,93. Brúttó: 110. Mótor 1960 Alpha 350 hö. Ný vél 1975 Alpha 405 kw. 550 hö. Nöfnin: Hrafn Sveinbjarnarson II. GK 10. – Jón Freyr SH 115. – Halldór Jónsson SH 217. – Siggi Bjarna GK 5. – Kristinn Friðrik GK 58. – Kristinn Friðrik SI 5. – Kristinn Friðrik GK 58. – Sindri ÞH 400. Tekinn úr rekstri 08.09.2008.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s