Bjarnarey VE 501

1298. Bjarnarey VE 501. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Bjarnarey VE 501 var smíðuð hjá Slippstöðinni á Akureyri og afhent eigendum sínum í aprílmánuði árið 1973. Báturinn, sem var 152 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Hraðfrystistöðina í Reykjavík en heimahöfn hans Vestmannaeyjar. Bjarnarey var síðar yfirbyggð og seinna sleginn út að aftan. Hún varð síðar í … Halda áfram að lesa Bjarnarey VE 501

Fri Liepaja kom til Húsavíkur í dag

IMO 9344514. Fri Liepaja. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Flutningaskipið Fri Liepaja kom til Húsavík í dag og lagðist að Bökugarðinum hvar skipað verður upp hráefnisfarmi til PCC á Bakka. Skipið siglir undir írskum fána mepð heimahöfn í Arlow. Það var smíðað árið 2006 og mælist 2,999 Gt að stærð. Lengd þess er 90 metrar og … Halda áfram að lesa Fri Liepaja kom til Húsavíkur í dag

Kuldalegt við Húsavíkurhöfn

993. Náttfari leggur upp í hvalaskoðunarferð. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Það var kuldalegt við Húsavíkurhöfn í morgun þegar Norðursiglingarbáturinn Náttfari lagði upp í hvalaskoðunarferð út á Skjálfanda. Ekki hefur gefið til ferða síðustu daga og tækifærin því nýtt þegar veður leyfir. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. … Halda áfram að lesa Kuldalegt við Húsavíkurhöfn