Álftafell SU 100

1126. Álftafell SU 100 ex Villi í Efstabæ BA 214. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Álftafell SU 100 liggur hér við bryggju á Stöðvarfirði sumarið 2004 en þaðan gerði Kross ehf. bátinn út á árunum 2002 - 2007. Báturinn hét upphaflega Skálavík SU 500 og var smíðuð árið 1970 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. fyrir Þjóðrek hf. … Halda áfram að lesa Álftafell SU 100

Hólmsteinn GK 20

573. Hólmsteinn GK 20 ex Hafdís GK 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hólmsteinn GK 20 kemur hér að landi í Sandgerði um árið og enn með gömlu brúna en kominn hvalbakur. Upphaflega hét báturinn Hafdís GK 20 og var smíðaður í Hafnarfirði árið 1946. Hann var 43 brl. að stærð og smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. … Halda áfram að lesa Hólmsteinn GK 20

Ísnes við bryggju á Húsavík

1804. Ísnes ex Dollart. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ísnes skip, Nesskipa hf., liggur hér viðð hafnargarðinn á Húsavík sem í dag er nefndur Norðurgarðurinn. Myndin er sennilega frá því um 1990 +. Ísnes var smíðað árið 1976 í Þýskalandi og var 2,978 GT að stærð. Skrifa var en kannski má segja er því frá árinu 2015 … Halda áfram að lesa Ísnes við bryggju á Húsavík