Valeska EA 417

263. Valeska EA 417 ex Hafsteinn SI 151. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Hér er Valeska EA 417 frá Dalvík á rækjuslóðinni um árið en upphaflega hét báturinn Þorbjörn II GK 541. Báturinn var smíðaður árið 1964 fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða h/f í Grindavík. Smíðin fór fram í Djupvík í Svíþjóð en báturinn var 168 brl. að stærð. … Halda áfram að lesa Valeska EA 417

Júlíus Havsteen

1462. Júlíus Havsteen ÞH 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þarna siglir Júlíus Havsteen ÞH 1 inn spegilsléttan Skjálfandann um árið en hann var fyrsti skuttogarinn í eigu Húsvíkinga.  Hann var smíðaður fyrir Höfða h/f hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi 1976. Togarinn, sem var tæplega 300 brl. að stærð, hét lengst af þessu nafni en … Halda áfram að lesa Júlíus Havsteen