
Þarna siglir Júlíus Havsteen ÞH 1 inn spegilsléttan Skjálfandann um árið en hann var fyrsti skuttogarinn í eigu Húsvíkinga.
Hann var smíðaður fyrir Höfða h/f hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi 1976.
Togarinn, sem var tæplega 300 brl. að stærð, hét lengst af þessu nafni en þegar nýr Júlíus Havsteen ÞH 1 var keyptur frá Grænlandi var þessi seldur og fékk nafnið Þórunn Havsteen ÞH 40.
Seldur til Noregs 1999 þar sem hann fékk nafnið Bergstrål og síðar Solheimfisk. Seldur til Möltu þar sem hann fékk nafnið Sunfish.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution