
Sæborg ÞH 55 siglir hér um Skjálfandaflóa á sjómannadeginum árið 2005 en þarna var hún í eigu Hraunútgerðarinnar ehf. á Húsavík.
Sæborg ÞH 55, sem er 40 brl. að stærð, var smíðuð á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1977. Hún var smíðuð fyrir Karl Aðalsteinsson og syni hans Aðalstein Pétur og Óskar Eydal á Húsavík.
Sæborg ÞH 55 var seld til Keflavíkur árið 1991 þar sem hann fékk nafnið Eyvindur KE 37. Árið 2000 verða eigendaskipti á bátnum, Árni Jónsson ehf. kaupir hann af Eyvindi ehf. og við það fékk hann KE 99 í stað KE 37.
Árið 2002 kaupir Hraunútgerðin ehf. bátinn aftur til Húsavíkur og fær hann sitt gamla nafn, Sæborg ÞH 55.
Sæborg var seld vorið 2009 til Bolungarvíkur þar sem báturinn fékk nafnið Gunnar Halldórs ÍS 45. Árið 2014 fékk hann nafnið Áróra eftir að hafa verið gerður upp til farþegasiglinga.
Vorið 2016 kaupir Norðursigling bátinn aftur til Húsavíkur og enn fær hann sitt upphaflega nafn, Sæborg, sem hann ber í dag.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.