
Knörrinn kom úr hvalaskoðun nú síðdegis og því var um að gera að smella af henni mynd eða tveim.
Knörrinn var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1963 og hét upphaflega Auðunn EA 157 með heimahöfn í Hrísey.
Eftir að hafa verið gerður út til fiskveiða í rúm 30 ár eignaðist Norðursigling ehf. á Húsavík bátinn og breytti honum í hvalskoðunarbát. Knörrinn hóf siglingar vorið 1995 og siglir enn. Báturinn er 19 brl. að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.