
Rabbý SI 37 kemur hér að landi á Siglufirði í síðustu viku en það er Samba ehf. sem gerir hann út til handfæraveiða.
Báturinn hét upphaflega Guðrún SH 271 og var smíðaður í Bátahöllinni ehf. á Hellisandi árið 2003. Heimahöfn Ólafsvík.
Árið 2006 fékk báturinn nafnið Hlaðseyri BA 30 með heimahöfn á Patreksfirði. Sumarið 2009 fékk báturinn nafnið Óli Magg BA 30 enn með heimahöfn á Patreksfirði.
Það var svo vorið 2016 sem báturinn var seldur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Bravó VE 160.
Það var svo haustið 2020 sem báturinn var keyptur til Siglufjarðar og fékk það nafn sem hann ber í dag.
Rabbý SI 37 er 5,81 BT að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.