Feðgar landa úr Nirði ÞH 444

7311. Njörður ÞH 444 ex Hanna Ellerts SH 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Þessar myndir voru teknar á Húsavík í dag þegar Njörður ÞH 444 kom til hafnar. Sigurgeir Pétursson, sem jafnan stýrir mun stærra fleyi hinum megin á hnettinum, var að koma úr strandveiðiróðri og Pétur faðir hans Olgeirsson kom til aðstoðar við löndun. … Halda áfram að lesa Feðgar landa úr Nirði ÞH 444

Ronja Fjord kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9646405. Ronja Fjord ex Oyfjord. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Ronja Fjord kom til Húsavíkur í morgun og er það í annað skipti á nokkrum dögum. Skipið flytur seiði frá Kópaskeri austur á firði. Ronja Fjord var smíðuð í Aas-skipasmíðastöðinni í Vestnes, Noregi árið 2014 og hét upphaflega Oyfjord. Skipið er 69 metra langt og … Halda áfram að lesa Ronja Fjord kom til Húsavíkur í morgun

Blíðfari ÓF 70

2069. Blíðfari ÓF 70 ex Sæborg SU 400. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Strandveiðibáturinn Blíðfari ÓF 70 kemur hér að landi á Siglufirði í gær en báturinn stundar alla jafna róðra þaðan. Blíðfari hét upphaflega Ólafur HF 251 og var smíðaður árið 1990 hjá Mótun í Hafnarfirði. Ólafur HF 251 var seldur til Siglufjarðar árið 2005 … Halda áfram að lesa Blíðfari ÓF 70