Sólbergið við Kleifarnar

2917. Sólberg ÓF 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Þær voru margar myndirnar sem ég tók þegar Sólberg ÓF 1 kom nýtt til landsins í maí mánuði árið 2017.

Bæði á Ólafsfirði, þar sem þessi mynd var tekin og sýnir togarann með Kleifarnar í baksýn, og eins þegar hann kom til hafnar á Siglufirði.

Kannski það verði hent í syrpu við tækifæri en þessi glæsilegi frystitogari var hannaður af Skipsteknisk í Noregi fyrir Rammann hf. í Fjallabyggð.

Smíði hans fór fram í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi. 

Sólberg ÓF 1 er 79,85 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 brúttótonn. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Sólbergið við Kleifarnar

  1. Já sæll Hafþór þessu mikla fiskiskipi er ekki mikið haldið á lofti , SÓLBERG ‘OF1, togari, frystiskip, fjölvinnsluskip,,,, þarna er engu hent allt fer í vinnslu frá A-Ö. til manneldis og dýrafóðurs ofl. vinnustaður um 50 sjómanna 2×25 í áhöfn. Kveðja sunnan frá Faxaflóa norður til ‘Olafsfjarðar. Axel E.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s