Eiður Baldur EA 69

7050. Eiður Baldur EA 69 ex Raffi GK 21. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Strandveiðibáturinn Eiður Baldur EA 69 hefur róið frá Húsavík þessa fyrstu daga strandveiðitímabilsins sem hófst þann 2. maí sl. og voru þessar myndir teknar í dag.

Eiður Baldur var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar árið 1988 og hét upphaflega Gylfi KÓ 9. Hann er 5,90 brl. að stærð og af Sómagerð.

Árið 1990 fékk báturinn nafnið Magnús Árnason SH 38 með heimahöfn í Ólafsvík. 1994 fékk hann nafnið Þórheiður SH 59 og enn gerður út frá Ólafsvík.

Árið 2000 fékk báturinn nafnið Öngull SF 7 með heimahöfn á Hornafirði en frá árinu 2006 og til ársins 2020 var heimahöfnin Grindavík. Fyrst undir nafninu Marey GK 757, síðan Mar GK 21 og frá árinu 2015 Raffi GK 21.

Það var svo árið 2020 sem hann fékk nafnið Eiður Baldur EA 69, útgerð Bobbingur ehf. og heimahöfn Akureyri.
 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s