
Línubáturinn Hópsnes GK 77 var sjósett í gær eftir skveringu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og voru þessar myndir teknar þá.
Fyrst fór báturinn inn í Keflavíkurhöfn en sigldi til Grindavíkur síðar um daginn og va stefnt að róðri í gærkveldi.
Ekki er langt síðan það birtist mynd af Hópsnesinu, sem er í eigu stakkavíkur, hér en upphaflega hét báturinn Katrín RE 375.
Katrín var smíðuð árið 2000 hjá Bátagerðinni Samtak fyrir Rafn ehf. í Reykjavík.
Sumarið 2006 varð báturinn SH 575 og heimahöfn Ólafsvík. Hann var lengdur árið 2008 og mælist í dag 29 BT að stærð.
Stakkavík hf. í Grindavík keypti bátinn í lok síðasta árs og í janúar sl. fékk hann nafnið Hópsnes GK 77.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution