
Þegar ég var að setja inn myndina af Halldóru HF 61 hér áðan minnti mig að ég ætti mynd af Ásu ÍS 19 í sama slippnum, Drafnarslippnum.
Og það var rétt og hún skönnuð inn með hraði en það skemmtilega er að þarna í slippnum eru einnig Hásteinn ÁR 8 og Anna HF 39.
Þannig að, myndirnar voru teknar þegar báturinn fór upp sem Ása og niður sem Halldóra. Það mun hafa verið 1988 sem þessi nafnabreyting varð á bátnum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution