Vonin KE 2 við Jan Mayen

221. Vonin KE 2 ex Pálína SK 2. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Vonin KE 2 hét upphaflega Pálína SK 2 og var smíðuð árið 1960 fyrir Ægi hf. á Sjávarborg í Skagafirði. Báturinn var smíðaður í Hollandi og mældist í upphafi 180 brl. að stærð. Búinn 500 hestafla Kromhout aðalvél.

Pálína SK 2 var seld til Keflavíkur árið 1963 og fékk hún nafnið Vonin KE 2, eigandi Ægir hf. í Keflavík.

Árið 1976 er skráður eigandi Vonin hf. og ári síðar var báturinn mældur 160 brl. að stærð. Hann var yfirbyggður árið 1982 og mældist þá 162 brl. að stærð. Sama ár var sett í hann 600 hestafla Stork Werkspoor aðalvél. (Heimild Íslensk skip)

Áripð 1990 var Vonin KE 2 seld vestur á firði þar sem báturinn fékk nafnið Sæfell ÍS 820. Heimahöfn Ísafjörður.

Árið 1995 keypti Höfði hf. á Húsavík bátinn með kvóta og var hann notaður til úreldingar þegar nýr Júlíus Havsteen ÞH 1 var keyptur frá Grænlandi. Sæfellið var selt til Ghana árið 1996.

Myndina tók Hreiðar Olgeirsson um borð í Dagfara ÞH 70 frá Húsavík þar sem bátarnir voru við síldveiðar norður við Jan Mayen.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s