
Þórshamar GK 75, sem sést hér á loðnumiðunum um árið, var keyptur af Festi hf. í Grindavík frá Færeyjum árið 1978. Hann kom til fyrsta skipti til heimahafnar í Grindavík þann 3. nóvember það ár.
Í Færeyjum hét skipið Götunes, það var byggt árið 1974 hjá Vaagland Baatbyggeri, í Vaagland, Noregi, smíðanúmer 86.
Þórshamar var tveggja þilfara nótaveiðiskip, búið kæligeymum að hluta, og mældist 326 brl. að stærð. Lengd þess var 39,65 metrar og breiddin 7,93 metrar. Aðalvélin 900 Alpha diesel.
Meira af Þórshamri síðar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution