
Hér kemur einn gullmolinn til úr safni Jóns Páls Ásgeirssonar en myndin sýnir Faxaborgina GK 40 koma til hafnar í Hafnarfirði (held ég) drekkhlaðin loðnu.
Faxaborg GK 40 var keypt til landsins frá Noregi árið 1973 en þetta 459 brl. skip, sem áður hét Moflag Junior, var í eigu Faxaborgar sf. í Hafnarfirði.
Skipið var byggt hjá A/S Hommelvik Mek. Verksted í Noregi árið 1967, en lengt um 6 metra árið 1969. Faxaborg var búin 1100 hestafla MWM aðalvél.
Faxaborg átti sér systurskip í íslenska flotanum þar sem Loftur Baldvinsson EA 24 var en brúin á þeim var ekki eins.
Faxaborg GK 40 var seld aftur til Noregs í janúar 1976.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution