
Þórshafnartogarinn Stakfell ÞH 360 er hér við bryggju á Húsavík en komur þess til Húsavíkur voru ekki tíðar ef ég man rétt.
Stakfellið er 50,75 metrar að lengd og 10,30 metrar að breidd og mældist 471 brl. að stærð. í því var, og er kannski enn, 2200 hestafla Wichmann aðalvél. Það var smíðað í Noregi og kom til heimahafnar á Þórshöfn sumarið 1982.
Stakfell ÞH 360 var selt til Rússlands árið 2000 og hélt nafni sínu þar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution