
Gunni RE 51 hét upphaflega Stefán Rögnvaldsson EA 345 og var smíðaður í Bátalóni árið 1973. Heimahöfn hans Dalvík.
Báturinn var 11 brl. að stærð og búinn 120 hestafla Power Marinevél. Heimahöfn hans var Dalvík þaðan sem hann var seldur út í Grímsey árið 1981. Þar fékk hann nafnið Nunni EA 87 og tveim árum síðar GK 161 með heimahöfn í Grindavík.
Árið 1984 fær báturinn það nafn sem hann ber á myndinni, Gunni RE 51. Skipt var um stýrishús og hann gerður frambyggður árið 1995.
Gunni RE 51 fórst um 4 sjómílur suðvestur af Akranesi þann 14. febrúar árið 2000. Tveggja manna áhöfn var á bátnum og komst annar þeirra lífs af.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution