Stakfell ÞH 360

1609. Stakfell ÞH 360. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þórshafnartogarinn Stakfell ÞH 360 er hér á toginu en myndin var tekin úr Geira Péturs ÞH 344 skömmu fyrir 1990.

Í 10 tbl. Ægis árið 1982 sagði m.a svo frá:

28. júní s.l. kom skuttogarinn Stakfell ÞH 360 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Þórshafnar.

Skipið er hannað hjá Storvik Mek. Verksted A/S í Kristiansund í Noregi, svonefnd S-165 gerð, og fór smíði skrokksins þar fram (smíðanúmer 95), en síðan yfirtók skipasmíðastöðin Sterkoder Mek. Verksted A/S í Kristiansund samninginn og lauk smíði skipsins, og ber skipið smíðanúmer 95A hjá umrœddri stöð.

Stakfell ÞH er fyrsti skuttogarinn hérlendis eftir þessari teikningu frá Storvik Mek. Verksted, en eldri gerðir frá umræddri stöð (R-155A), þ.e. 9.0 m á breidd og síðar 9.4 m á breidd, eru þekktar hérlendis. Níu skuttogarar í eigu landsmanna eru smíðaðir hjá Storvik Mek. Verksted A/S og er þá Stakfell ÞH ekki meðtalinn.

Stakfell ÞH er útbúið afkastamiklum kæliþjöppum og er gert ráð fyrir þeim möguleika að koma fyrir frystitœkjum síðar og geyma frystan fisk í lestum. Nefna má sérstaklega að allir svefnklefar (12 talsins) eru búnir baðklefa, en það hefur ekki þekkzt áður í íslenzkum fiskiskipum.


Stakfell ÞH er í eigu Útgerðarfélags Norður- Þingeyinga h.f. Skipstjóri á skipinu er Ólafur J. Aðalbjörnsson og 1. vélstjóri Sigurður Vilmundarson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Páll Árnason.

Stakfellið er 50,75 metrar að lengd og 10,30 metrar að breidd og mældist 471 brl. að stærð. í því var, og er kannski enn, 2200 hestafla Wichmann aðalvél.

Stakfell ÞH 360 var selt til Rússlands árið 2000 og hélt nafni sínu þar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s