Sextíu ár frá því að Skálabrekkufeðgar hófu útgerð

699. Njörður ÞH 44 ex Njörður TH 44. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Í dag 1. mars eru sextíu ár síðan Olgeir Sigurgeirsson í Skálabrekku á Húsavík stofnaði til útgerðar með sonum sínum Sigurði Valdimar og Hreiðari Ófeig. Síðar kom þriðji sonurinn, Jón, inn í eigendahópinn.

Þá keyptu þeir feðgar Njörð ÞH 44 af Sigurbirni Kristjánssyni ofl. á Húsavík en Njörður var 10 brl. að stærð, smíðaður á Akureyri árið 1925.

Njörð gerðu þeir út í rúm tvö ár en skiptu þá á honum og tuttugu og tveggja tonna báti, Hallsteini frá Akureyri. Hann var smíðaður í Danmörku 1934 og fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44. 

Hann var seldur vorið 1969 til Sandgerðis en skömmu áður höfðu þeir feðgar keypt 37 tonna bát frá Ólafsvík, Kristjón Jónsson SH 77 smíðaður í Stykkishólmi. Hann var í eigu hlutafélagsins Korra, sem þeir keyptu með og fluttu til Húsavíkur, og fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44. 

Í ársbyrjun 1975 var nafni bátsins breytt í Kristbjörg II ÞH 244 en þá átti Korri hf. nýjan 45 tonna bát í smíðum í Stykkishólmi.  Sá bátur, sem kom til Húsavíkur í mars það ár fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44. 

Í ársbyrjun 1980 var keyptur 138 tonna stálbátur, Sigurbergur GK 212, sem fékk nafnið Geiri Péturs ÞH 344.  Kristbjörg II var þá seld innan fjölskyldunnar þegar Egill og Aðalgeir Olgeirssynir keyptu bátinn og nefndu Skálaberg ÞH 244.

Þá byggði Korri fiskverkunarhús á Húsavík árið 1986 þar sem verkaður var saltfiskur og skreið um tíma. Í þeirri byggingu er GPG Seafood til húsa í dag.

Sumarið 1987 var Geiri Péturs ÞH 344 seldur og nýtt 182 tonna togskip keypt í hans stað frá Noregi og hlaut það einnig nafnið Geiri Péturs ÞH 344.

Í desembermánuði 1991 keypti Korri h/f. 187 tonna stálbát sunnan úr Vogum sem fær nafnið Kristbjörg II ÞH 244 og síðar Kristbjörg ÞH 44 eftir að eikarbáturinn var seldur Höfða hf. á Húsavík. 

Árið 1994 urðu þáttaskil í rekstri Korra hf. þegar fyrirtækinu var skipt upp. Sigurður stofnaði ásamt fjölskyldu sinni nýtt hlutafélag og keypti Geira Péturs ÞH 344 út úr Korra.

Hreiðar og Jón bróðir hans voru áfram eigendur að Korra hf. ásamt föður þeirra og gerðu Kristbjörgina út til ársins 1997. Í sumarbyrjun það ár kaupir Geiri Péturs hf. Korra hf. og þeir feðgar, Olgeir, Hreiðar og Jón hætta útgerð.

Eins og áður kemur fram keypti Sigurður Geira Péturs ÞH 344 út úr Korra og gerði út með sonum sínum. Það var síðla árs 1994 og vorið 1995 kom nýr Geiri Péturs ÞH 344 til heimahafnar á Húsavík. Hann var rækjufrystiskip hét áður Skúmur ÍS og var um 240 brl. að stærð. Sá Geiri sem fyrir var var seldur til Noregs.

Í ársbyrjun 1997 kom nýr rækjufrystitogari til Húsavíkur en hann keypti Geiri Péturs ehf. frá Færeyjum. Hann var 314 brl. að stærð. Hann fékk nafnið Geiri Péturs ÞH 344 og eins og áður var sá sem fyrir var seldur til Noregs.

Þessi Geiri Péturs ÞH 344 var síðasta skipið sem Geiri Péturs ehf. gerði út en útgerð hans lauk árið 2004. Fyrirtækið keypti árið 1999 500 brl. rækjutogara frá Grænlandi sem aldrei fór á veiðar og var hann seldur árið 2001.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s