
Baldur Sigurgeirsson vélstjóri myndaði Roaldsen R-80-SE í morgun en þetta glæsilega skip lá við bryggju í heimahöfn sinni Egersund.
Roaldsen var smíðað árið 1999 og er 1185 GT að stærð. Lengd skipsins er 59 metrar og breiddin 11. Aðalvélin er 3261 hestafla MAK.
Eigandi er Roaldsen Kornelius Fiskebåtrederi AS.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution