
Elín SH 170 var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1987 og er tæpar 6 brl. að stærð.
Báturinn er í eigu Beiti ehf. og er með heimahöfn í Stykkishólmi en upphaflega var hann smíðaður fyrir Kristinn Gestsson þar í bæ.
Báturinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar alla tíð því Heimir Svavar Kristinsson eignaðist bátinn síðar og á enn.
Sama nafn og númer frá 1987 svo það er lítið meira að segja um þennan Sómabát nema kannski nefna það að myndirnar voru teknar á Patreksfirði í sumar.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution