Dísa SI 121

2356. Dísa SI 121 ex Otur HF 64. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Sómabáturinn Dísa SI 121 kemur hér að landi á Siglufirði í vikunni en hún var gerð út til strandveiða í sumar.

Dísa var smíðuð á sínum tíma í Bátasmiðju Guðmundar en var endurbyggð af Hafþóri Gylfa Jónssyni sem gaf bátnum nafnið Gefjun BA 100. Það nafn ber hún á vef Fiskistofu 1999.

Árið 2003, í maímánuði, var báturinn kominn til Suðurnesja þar sem hann hélt nafninu en varð KE 19. Um haustið það ár fékk báturinn nafnið Eydís EA 44 með heimahöfn í Hrísey.

Vorið 2006 var báturinn seldur til Hólmavíkur þar sem hann fékk nafnið Hallgrímur ST 59 en hafði verið um nokkurra mánaða skeið EA 344.

Sumarið 2008 var báturinn kominn til Hafnarfjarðar og varð HF 59 en um tveim árum síðar fékk hann nafnið Otur HF 64.

Það var svo haustið 2018 sem báturinn fékk núverandi nafn Dísa SI 121, Eigandi Útgerðarfélagið Borgin ehf. og heimahöfnin Siglufjörður.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s