
Von ÍS 192 frá Flateyri hét upphaflega Bylgja SH 194 frá Ólafsvík en hún var smíðuð í Bátasmiðjunni Mótun árið 1978.
Árið 1989 var báturinn á Hellisandi undir nafninu Njörður SH 194 en ári síðar var hann kominn á Arnarstapa. Þar fékk hann nafnið Von SH 192.
Frá árinu 2015 hefur báturinn verið á Flateyri, hélt nafni og númeri en einkennisstafirnir ÍS. Eigandi í dag er 5923 ehf. sem gerir bátinn út til strandveiða.
Myndirnar voru teknar í byrjun júlí á Tálknafirði.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution