
Þröstur BA 48 stundar strandveiðar frá Tálknafirði þessa dagana og voru þessar myndir teknar fyrr í vikunni.
Það er Útgerðarfélagið Burst ehf. sem gerir bátinn út en hann er með heimahöfn á Bíldudal.
Þröstur BA 48 hét upphaflega Haukur ÍS 435 og var smíðaður árið 2011 í Seiglu á Akureyri fyrir Víkurbáta ehf. í Bolungarvík. Ætlaður til frístundaveiða.
Árið 2015 kaupir Þríforkur ehf. bátinn til Dalvíkur þar sem hann fær nafnið Seigur II EA 80 og gerður út til strandveiða.
Það var svo síðasta haust sem hann fær núverandi nafn eftir að Útgerðarfélagi Burts ehf. keypti hann frá Dalvík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution