
Agnar BA 125 kemur hér til hafnar á Patreksfirði í dag en hann er á handfærum. Heimahöfn hans er Bíldudalur.
Harður ehf. gerir Agnar út en báturinn var smíðaður í Englandi árið 1987 og er tæplega 19 brúttótonn að stærð. Hann hét áður Anna SH 13 en var keyptur vestur árið 2015.
Nánar verður sagt frá bátnum síðar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.