Sæbjörg ST 7

554. Sæbjörg ST 7 ex Fanney SH 24. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1993.

Sæbjörg ST 7 hét upphaflega Hávarður ÍS 160 og var smíðaður í Danmörku árið 1959 fyrir Ísver h/f á Suðureyri við Súgandafjörð.

Báturinn var 76 brl. að stærð búinn 310 hestafla Alpha aðalvél. Henni var skipt út fyrir aðra sömu tegundar árið 1974.

Hávarður ÍS 160 var seldur til Vestmannaeyja árið 1967 og vorið 1969 var hann seldur á Akranes. Þar fékk hann nafnið Sæfari AK 171. Í febrúar árið 1973 var Sæfari seldur til Eyrarbakka þar sem hann hélt nafni sínu en varð ÁR 22.

Sæfari ÁR 22 var seldur til Grundarfjarðar árið 1977 þar sem hann fékk nafnið Fanney SH 24 og það nafn bar hann þangað til hann var keyptur til Hólmavíkur árið 1990. Þar fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Sæbjörg ST 7.

Báturinn var kominn í núllflokk á Fiskistofu sumarið 1997 en þá fékk Höfðavík ehf. nýja Sæbjörgu ST 7.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s