Særún EA 251

2711. Særún EA 251 ex Elli P SU 206. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Særún EA 251 frá Árskógssandi liggur hér við bryggju á Siglufirði en þar var báturinn smíðaður og afhentur árið 2007.

Upphaflega hét báturinn Lúkas ÍS 71 og í eigu Álfsfells ehf. á Ísafirði. Síðar, eða árið 2011, fær hann nafnið Maggi Jóns KE 77 og 2015 Elli P SU 206.

Það var svo haustið 2018 sem Særún EA 251 (2651) var seld til Breiðdalsvíkur og Sólrún ehf. á Árskógssandi tók Ella P upp í kaupin. Við það fékk hann nafnið Særún EA 251.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd