968. Sleipnir VE 83 ex Glófaxi VE 300. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2019. Sleipnir VE 83 lét úr höfn í Vestmannaeyjum undir kvöld í dag áleiðis til Belgíu þar sem báturinn fer í brotajárn. Báturinn, sem hét upphaflega Krossanes SU 320, er eða var í eigu Vinnslustöðvarinar. Hann var einn 18 báta sem smíðaðir voru í … Halda áfram að lesa Sleipnir VE 83 farinn áleiðis í pottinn
Month: ágúst 2019
Helgi SH 135 á toginu
2017. Helgi SH 135 ex Þór Pétursson GK 504. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í fyrradag af togbátnum Helga SH 135 að veiðum vestan við land. Helgi SH 135 hét upphaflega Þór Pétursson ÞH 50 og var í eigu Njarðar hf. í Sandgerði, smíðaður á Ísafirði 1989. Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði keypti … Halda áfram að lesa Helgi SH 135 á toginu
Lokys að veiðum á Svalbarðasvæðinu
IMO:9226736. Lokys LK 926 ex Qaqqatsiaq. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019. Rækjutogarinn Lokys LK 926 er hér að veiðum á Svalbarasvæðinu í vikunni en eins og komið hefur fram á síðunni keypti útgerðarfyrirtækið Reyktal hann frá Grænlandi í vor. Togarinn, sem hét áður Qaqqatsiaq, hét upphaflega Steffen C GR-6-22 og var smíðaður árið 2001. Hann er 60 … Halda áfram að lesa Lokys að veiðum á Svalbarðasvæðinu
Nanna Ósk II á makríl
2793. Nanna Ósk II ÞH 133. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Raufarhafnarbáturinn Nanna Ósk II ÞH 133 er á makrílveiðum þessa dagana og tók Jón Steinar þessa mynd af henni rétt utan við Keflavíkurhöfn. Það er Útgerðarfélagið Stekkjavík ehf. á Raufarhöfn sem gerir bátinn út en hann er af Cleopatra 38 gerð. Smíðaður hjá Trefjum í … Halda áfram að lesa Nanna Ósk II á makríl
Tindur ÍS 307
1686. Tindur ÍS 307 ex Valbjörn ÍS 307. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Tindur ÍS 307 við bryggju í Njarðvík en þar var hann smíðaður árið 1984 og hét upphaflega Haukur Böðvarsson ÍS 847. Síðan þá hefur tognað úr honum og hann vaxið á alla kanta en síðast hét hann Valbjörn ÍS 307. Eigandi og útgerðaraðili … Halda áfram að lesa Tindur ÍS 307
Merike á miðunum
IMO 9227534. Merike EK 1802 ex Regina C. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019. Rækjutogarinn Merike EK 1802 öslar hér í átt að Reval Viking hvar Eiríkur Sigurðsson er skipstjóri en hann tók þessar myndir á dögunum. Skipin voru við rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu en bæði eru þau í eigu útgerðafyrir-tækisins Reyktal. IMO 9227534. Merike EK 1802 ex … Halda áfram að lesa Merike á miðunum
Atlanúpur ÞH 270
1420. Atlanúpur ÞH 270 ex Kristey ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Atlanúpur ÞH 270 frá Raufarhöfn var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1975 fyrir Korra h/f á Húsavík og hét Kristbjörg ÞH 44. Báturinn var seldur Höfða h/f á Húsavík 1992 og fékk báturinn nafnið Kristey ÞH 25. 1997 var Kristey ÞH 25 seld Jökli h/f … Halda áfram að lesa Atlanúpur ÞH 270
Granit á veiðislóðinni
IMO 9796896. Granit H-11-AV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019. Hann er glæsilegur norski frystitogarinn Granit H-11-AV sem Eiríkur Sigurðsson myndaði við veiðar á Svalbarðasvæðinu í fyrradag. Hann var smíðaður fyrir Halstensen Granit AS í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhentur í september árið 2017. Granit er 81,20 metrar að lengd, 16,60 metra breiður og mælist 4,427 GT … Halda áfram að lesa Granit á veiðislóðinni
Star First við bryggju í Chapela
IMO 9330056. Star First við bryggju í Chapela. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Flutningaskipið First Star laumaði sér upp að bryggju í Chapela í nótt eða morgun en myndina tók ég nú síðdegis. First Star var smíðað árið 2006 en eins og jafnan þá eru misvísandi upplýsingar á Shipspotting.com og Marinetraffic.com. Sú fyrrnefnda segir skipið undir … Halda áfram að lesa Star First við bryggju í Chapela
Nordtind við veiðar á Svalbarðasvæðinu í gær
IMO 9804538. Nordtind N-6-VV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019. Frystitogarinn Nordtind N-6-VV er hér á rækjuveiðum á Svalbarðasvæðinu í gær. Myndina tók Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking og voru þeir að veiðum um 100 sml. austur af Hopen. Nordtind er í eigu norsku stórútgerðarinnar Havfisk AS og hóf veiðar árið 2018. Togarinn var afhentur frá … Halda áfram að lesa Nordtind við veiðar á Svalbarðasvæðinu í gær









