
Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í fyrradag af togbátnum Helga SH 135 að veiðum vestan við land.
Helgi SH 135 hét upphaflega Þór Pétursson ÞH 50 og var í eigu Njarðar hf. í Sandgerði, smíðaður á Ísafirði 1989.
Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði keypti bátinn árið 2000 og gaf honum Helganafnið.
Innan tíðar mun nýtt skip leysa Helga SH 135 af hólmi en Guðmundur Runólfsson hf. festi kaup á togskipinu Bergey VE 544 af Bergi-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum snemma á þessu ári.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution