
Tindur ÍS 307 við bryggju í Njarðvík en þar var hann smíðaður árið 1984 og hét upphaflega Haukur Böðvarsson ÍS 847.
Síðan þá hefur tognað úr honum og hann vaxið á alla kanta en síðast hét hann Valbjörn ÍS 307. Eigandi og útgerðaraðili Tinds er Freska Seafood ehf. og heimahöfn hans er Bolungarvík. Ætlunin er að gera hann út á sæbjúgnaveiðar.
Önnur nöfn sem hann hefur borið eru: Gullþór, Kristján Þór og Gunnbjörn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.