Spitsbergen og Silver Cloud í höfn á Húsavík

Spitsbergen við Þvergarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Farþegaskipin Spitsbergen og Silver Cloud voru í höfn á Húsavík um helgina og tók Gaukur Hjartarson þessar myndir af þeim.

Spitsbergen var smíðað árið 2009 hjá skipasmíðastöðinni Estaleiro Navais de Viana do Castelo í Viana do Castelo í Portúgal.

Skipið var allt endurnýjað árið 2016 en það tekur 335 farþega.

Spitzbergen er 100,54 metrar að lengd, 22,27 metrar á breidd, og mælist 7,344 GT að stærð. Heimahöfn þess er í Tromso Noregi. Eigandi þess er Hurtigruten.

Silver Cloud við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Silver Cloud var smíðað árið 1994 og er 157 metrar að lengd, 22 metra breitt og mælist 16.800 GT að stærð.

Eigandi þess er  Silversea Cruises í Mónakó en það siglir undir flaggi Bahamas með heimahöfn i Nassau.

Skipið getur tekið 296 farþega en áhafnarmeðlimir eru 222.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s