
Elvar Jósefsson tók þessa mynd í gær af frystitogaranum Mys Sheltinga X-0524 sem hefur verið að veiðum á Reykjaneshrygg undanfarið.
Togarinn er einn fimmtán togara sem smíðaðir voru í Stralsund í Þýskalandi eftir sömu teikningu og togararnir sem smíðaðir voru hjá Sterkoder í Noregi. Þerney var einn þeirra norsksmíðuðu.
Togarinn er í eigu sjávarútvegsfyrirtækisins Fishing Company Sogra JSC og er heimahöfn hans Kholmsk í Rússlandi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution