
Tveir húsvískir sjómenn voru heiðraðir í dag, Sjómannadaginn, við hátíðlega athöfn í Sjóminjasafninu.
Það vorur þeir Hermann Ragnarsson og Jakob Gunnar Hjaltalín sem að þessu sinni voru heiðraðir fyrir störf sín til sjós en þeir voru til fjölda ára á sjó frá Húsavík sem og nokkrum öðrum höfnum á Íslandi.
Þeir voru m.a. í áhöfn Júlíusar Havsteen sem sigldi fánum bryddur til heimahafnar á Húsavík frá Akranesi árið 1976, þar sem hann var smíðaður fyrir Höfða hf.
Þaðan fóru þeir yfir á Kolbeinsey ÞH 10 þegar hún kom í flota Húsvíkinga árið 1981.
Lesa má meira um þessa kappa hér



Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar stéttarfélags ásamt Jakobi, Hermanni og eiginkonum þeirra Hólmfríði og Dómhildi.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution