Sæborg ÞH 55

823. Sæborg ÞH 55 ex Sæborg TH 55. Ljósmynd Pétur Jónasson.

Sæborg ÞH 55 var smíðuð í Reykjavík árið 1919 og hét upphaflega Sæfari GK 491 frá Keflavík.

Báturinn var 14 brl. að stærð með 30 hestafla Alpha vél en 1929 var 40 hestafla Scandia sett í bátinn.

Sæfari GK 491 var seldur í Stykkishólm árið 1943 og fékk nafnið Sæborg SH 7. Báturinn var lengdur árið 1945 og mældist eftir það 17 brl. að stærð.

Vorið 1949 var Sæborg seld til Húsavíkur og fékk einkennisstafina TH 55. Þá var búið að skipta um vél og 75 hestafla Bolinder kominn í bátinn.

Kaupendur voru bræðurnir Karl og Ólafur Aðalsteinssynir en í Sögu Húsavíkur kemur fram að Hermann bróðir þeirra og Baldur Árnason hafi verið meðeigendur.

Þeir Hermann og Baldur voru síðar keyptir út úr útgerðinni og áttu Karl og Ólafur þá helmingshlut hvor.

Árið 1961 var sett í bátinn 134 hestafla Scania Vabis vél.

Árið 1968 kaupa synir Karls, Aðalsteinn Pétur og Óskar Eydal hlut Ólafs og gera bátinn út með föður sínum.

Báturinn, sem hafði verið umskráður árið 1960 og fengið ÞH 55, var dæmdur ónýtur og tekinn af skipaskrá 12. desember 1969.

Sæborg var smíðuð á Akureyri í stað þeirrar gömlu sem gerð hafði verið út í hálfa öld. Hún bar bara tvö nöfn allan þennan tíma og fjóra umdæmisstafi, þ.e.a.s GK 491, SH 7, TH 55 og ÞH 55.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s